11.1.2025 | 21:59
Að þekkja sinn vitjunartíma.
Það hefði farið betur á því ef Dagur hefði þekkt sinn vitjunartíma og hætt í pólitík að loknu sínu kjörtímabili hjá Borginni.
Ef ég man rétt þá þurfti hann eftir hverjar kosningar að bæta inn nýju fólki úr öðrum flokkum til að halda völdum. Það er ekki venjan hjá farsælum stjórnmálamönnum. Minnir meira á valdsjúka stjórnmálamenn.
Það er mjög skiljanlegt að Kristrún vilji ekki hafa það á ferilskránni að koma honum til nýrra metorða á sinn kostnað. Hann hafði nógu mörg tækifæri til að sýna hvað í honum býr og þó að þar sé margt gott að finna þá sagði þjóðin nei takk. Hann verður að virða það.
Dagur verði aldrei aukaleikari í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2024 | 12:35
Hver gerði hvað og hvenær?
Fyrr í þessum mánuði voru allir fréttamiðlar uppfullir af fréttum að Svandís og VG hefðu slitið ríkisstjórninni án samráðs við aðra meðlimi. Fyrirvarinn reyndar nokkuð langur miðað við það sem venja er.
það sem Bjarni gerði var að breyta dagsetningunni á aðgerðinn sem Svandís hafði ákveðið. Það getur alveg verið pirrandi þegar aðrir óboðnir grípa inní snilldarplön sem maður er með í bígerð en það er skiljnlegt að Bjarna hafi þótt sér málið koma við.
Það virðis sem Svandís hafi talið forsvar fyrir stjórnina hafi verið með í pakkanum sem hún tók við Katrínu vinkonu sinni.
Bjarni reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2024 | 11:08
Fráleitar hugmyndir
Það eru allir sammála um að rjúfa þing og boða til kosninga sem fyrst. Það er afar hæpið að nýr forseti færi að fara gegn vilja þigs og þjóðar og freista þess halda þessu þingi og reyna að mynda nýja stjórn, meirihluta eða minnihluta eftir atvikum.
Össur er algerlega út á þekju í þessum pælingum sínum og virðis ekki frekar en Svandís hvað starfsstjórn er.
Össur segir söguna munu endurtaka sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2024 | 10:55
Vilja nýja stjórn til tveggja máuða.
Það er furðulegt að heyra í Svandísi og Þórhildi sem virðast vilja nýja ríkisstjórn í stað þeirrar sem nú er, hvort sem hun starfar áfram sem meirihlutastjórn eða ef Bjarni segir af sér, sem starfsstjórn að beiðni forseta eins og hefbundið er við slíkar aðsræður.
Að fara að setja á fót nýja ríkisstjórn með tiheyrandi kostnði og biðlaunum er svo fráleit að maður fer að efast um hæfi þessara alþingismanna til að sitja á þingi.
Panikk búið að grípa um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2024 | 10:15
Dýr stjórnmálamaður
Það hefur reynst þjóðinni dýrkeypt reynsla sá frami sem Þórdís hefur náð innan Sjálfstæðisflokksins og mál að linni.
Ef sjalfstæðisflokkurinn sér ekki þátt hennar í fylgistapi sínu þá veða ábyrgir kjósendur að grípa í taumana og forða þjóðinni undan því að sitja uppi með frekari ábyrgðir á afleiðingum af hvatvísum gjörðum hennar.
Íhugar framboð í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2024 | 09:31
Til fyrirmyndar
Ef það er rétt sem sagt er að textíliðnaðurinn sé að skila meira en tvöföldu magni af co2 frá sér en notkun eikabílsins þá verður að hrósa svona fyrirmyndum. Sérlega þegar tekið er tillit til þess hve algengt er að kjólar sé nánast einnota, eigöngu vegna hégóma eigandans og samfélagsins.
Hildur mætti í sama kjólnum fjögur ár í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2024 | 17:54
Landlægt dýraníð við laxveiðar
Það er með ólíkindum að veiðimenn skuli vera stoltir af þeim níðinsskap sem allt of algengur er hjá laxveiðimönnum að nýta ekki bráð sína til matar.
Nú er það ljóst að það getur verið hin besta skemmtun að stunda veiði en það verður að gera þá lagmarks kröfu til allra veiðmanna að bera virðingu fyrir bráð sinni og séu ekki að kvelja hana að óþörfu. Að veiða lax til þess eins að sleppa honum er það sóðalegasta við sportveiðar sem menn stunda. Að hreykja sér af því að hafa kvalið bráð sína í lengri tíma og vilja svo ekkert hafa með hana að gera þegar bardaganum er lokið ber ekki vott um gott siðferði.
Það er ójafn leikur og ekki með samþykki beggja þegar laxveiðimenn stunda veiðar bara sér til skemmtunar. Þó að margir laxar lifi þennan leik af þá eru þeir særðir og langt frá því að þeir lifi allir. Þeir sem það gera ekki geta átt langt dauðastríð framundan eftir sleppingu.
Það verður að gera þá almennu siðferðiskröfu til allra veiðimanna að þeir beri lágmarks virðingu fyrir bráð sinni og séu ekki að særa hana sér til skemmtunar eingöngu, án þess að nýta hana.
Sífellt hærra hlutfalli af laxi er sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2024 | 23:19
Dýr og hættuleg.
Það bendir ýmislegt til að þessi ráðherra verði þjóðinni bæði dýr og stórhættuleg í embætti.
þó stór meirihluti þjóðarinnar sé mjög andsnúinn innrás Rússa í Úkraníu þá er líka stór meirihluti þjóðarinnar ósáttur við Ísland sé orðinn beinn þáttakandi í stríðinu sem gerðist þegar við vopnakaup ráðherrans.
þetta einkaflipp ráðherrans er grundvallar stefnubreyting sem hefði með réttu àtt að bera undir þjóðina.
Þórdís Kolbrún á leið til Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2024 | 02:05
Forsetinn og virkjanir
Er þeað eðlilegt að forseti eigi að hafa einhverja opinbera skoðun à einstokum virkjunum?
það varð nú ekkert smámál þegar Ólafur á sínum tíma míssti út úr sér að vegirnir á Barðaströndinni mættu vera betri.
Gefur ekki upp afstöðu til virkjana á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2024 | 13:52
Skattskyld hlunnindi?
Nú kemur ekki fram hvort það eru framboðin sem slík eða kosningaskrifstofur þeirra sem fengu bílana lánaða eða frambjóðendurninr sjálfir persónulega.
Breytir samt trúlega engu um skattskyldu þessara hlunninda hafi frambjóðendurnir bíla til ótakmarkaðra persónulegar nota líka.
Skyldi Gnarrinn hafa getið um þessi hlunnindi sín á framtali síðast þegar hann naut þeirra?
Halla Hrund og Jón Gnarr bæði á lánsbílum frá Brimborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)