Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Laun borgarfulltrúa....

......eru ekki bara fyrir að sitja fundi borgarstjórnar. Þá væri tímakaupið óheyrilegt. Þeirra vinna hlýtur að felast aðallega í að kynna sér mál og skoða frá öllum hliðum áður en tekin er afstaða. Þar með talið eru vettvangsferðir og vera þátttakandi í borgarlífinu.

Á fundunum skiptast menn á skoðunum og reyna væntanlega að telja aðra á sínar en einig að sjá málið fra öðru sjónarhorni. Ég sé engan tilgang í að Gísli sé að koma til landsins til að sitja fundina. Það getur hann gert á einfaldari og ódýrari hátt með fjarfundabúnaði.

Það sem mér er spurn er hvernig ætlar hann að undirbúa sig fyrir fundina? Hvernig ætlar hann að finna púlsinn á borgarbúum verandi önnum kafinn í námi í útlöndum? Það fæ ég ekki til að ganga upp enda er ekki að ástæðulausu sem kosnir eru svokallaðir varamenn í borgarstjórn jafnhliða borgarfulltrúum.

Kanski Gílsi læri um þetta í skólanum.


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar fór Ólafur út af sporinu?

Las í DV, eftir Reyni Traustason, að sjálfstæðismenn hefðu stutt Ólaf sem borgarstjóra þar til hann hefði farið út af sporinu. Veit einhver hér hvað Reynir á við? Þykist vita að Reynir lesi ekki þetta moggablogg en ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það var sem sneri sjálfstæðismönnum. Eina sem ég get fundið sem líklega skýringu eru endurtekin afhroð í skoðanakönnunum en þeir neita því staðfastlega svo eitthvað var það annað. Veit einhver hvað?
mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert að marka Útlendingastofnun?

Það kom fram í fréttatilynningu eða greinargetð stofnunarinnar að umókn Paul Ramses um hæli heði verið send áfram til Ítalíu samkvæmt reglum þar um því þriggja daga frestur til athugasemda hafi ekki verið nýttur. Þar hafi hún verið móttekin og síðan samþykkt.

Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli. Þar var hún samæykkt 31. mars samanb. meðfylgjanidi tilvitnun í greinargerð sofnunarinnar. (leturbr. er mín)

"Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. Ítalir samþykktu beiðnina 31.03.2008. Grundvöllur þessa er að Ítalir höfðu veitt Paul vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið. Rangt er að Ítalir beri ábyrgð á málinu vegna millilendinga þar í landi eins og ítrekað hefur komið fram."

Nú spyr ég: Er einhver misskilningur í gangi milli Útlendingastofnunar og Ítalskra yfirvalda eða er greinagerðin röng?


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaup og sala atkvæða

Þó að við getum öll verið sammála um að það nái ekki nokkurri átt að leifilegt sé að selja atkvæði sitt í kosningum með svona binum hætti erum við á svolítið gráu svæði. Hvað er það annað en atkvæðakaup eða a.m.k. tilraun  til þess þegar gefnar eru stórar fjárhæðir í kosningasjóði.

Mér fannst þetta koma nokkuð skýrt fram hjá Demokrötunum í Bandaríkjunum núna. Eftir að Obama náði að safna mun meira fé á fjáröflunarsamkomum en Hillari fór honum að ganaga betur í atkvæðaveiðum.

Vissulega eru dæmi um hið gagnstæða og kanski nærtækast að taka forsetaframbjóðandann Ástþór sem uppskar ekki miðað við kostnað.

En þegar tveir eða fleiri frambærilegir frambjóðendur keppa virðist fjárhagurinn geta ráðið úrslitum.


mbl.is Kærður fyrir að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér vantar meiri upplýsingar

Samkvæmt þessari fréttatilkynningu er þessi maður í slæmum málum ef hann verður sendur aftur til Kenía. Íslendingar aftur í slæmum málum ef eitthvað kemur fyrir hann þar. Við skulum öll vona að það verði ekki.

Það hefur komið fram annars staðar að hann sé nýbúinn að eignast barn hérna en samkvæmt þessari tilkynningu kom hann hingað til lands í janúar á þessu ári. Því gef ég mér að hann hafi komið með sína barnsmóður barnshafandi mað sér þegar hann kom.

Hér finnst mér vanta upplýsingar. Af hverju er honum einum vísað úr landi en ekki allri fjölskyldunni? Hvað hefur hann gert sem verðu þess valdandi að hann er handtekinn á heimili sínu? Ekki vil ég trúa því að það sé viðtekin venja við útlendinga sem heimsækja okkur eða er það bara af því hann sótti um pólitíkst hæli. Er barnsmóir hans konan hans, íslensk eða líka af erlendu bergi brotin?

Ég er algerlega ósammála því að ekki þurfi rökstuðning fyrir þessari ákvörðun og vil endilega heyra hann áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort ákvöðunin um að vísa manninum úr landi er eina vitið eða algerlega út úr korti.

Vandamálið er náttúrulega að hann er farinn samkvæmt þessari fréttatilkynningu og því þarf skjót viðbrögð ef eitthvað á að vera hægt að gera í málinu.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn fljótir að dæma.

Þótt allir vesturlandabúar geti verið sammála um að nauðungarhjónabönd eigi ekki að eiga sér stað, hvað þá að vera að gifta 8 ára börn þá er það engin forsenda til að fordæma alla múslima og heilu þjóðirnar.

Í langflestum tilfellum gera foreldrar þetta í þeirri trú að þetta sé barninu þeirra fyrir bestu. Sama á við um umskurð stúlkubarna. Mæður þarna úti fara ekki með stúlkuna sína í til einhverrar galdrakonu til umskurðar af því þær hafa gaman af að sjá barnið sitt þjást. Móirin telur sig vita fyrir víst að ef hún verði ekki umskorin eignist hún aldrei eiginmann. Án eiginmanns eigi hún enga framtíð.

Þó það sé ólíku saman að jafna þá förum við ekki með barnið okkar til tannlæknis (með fullri virðingu fyrir tanlæknum) af því að okkur finnst gama að heyra barnið okkar gráta. Við gerum það af því að við vitum að það er barninu okkar fyrir bestu. Það er það sama þarna úti. Mæður fara mað barnið sitt í umskurð af því þær telja sig vita fyrir víst að það sé barninu fyrir bestu.

Í þessu tilfelli er faðirinn að gifta telpuna því hann virðist telja það eitt geta bjargað henni frá því að vera rænt og talar þar af fenginni reynslu. Svo sitjum við hér í alsnægtum og þykjumst þess umkomin að dæama mann og annan. Hvað gerum við. Er ekki nýbúin að vera umfjöllum um að ungir saklausir eða saklitlir drengir hafi verið teknir af fjölskyldum sínum og sendir í ánauð í afkekta sveit þar sem þeim var misþyrmt andlega, líkamlega og kynferðislega. Hvers vegna? Jú það var trú opinberra aðila að það væri þeim fyrir bestu. Vissu ekki annað en þeir væru að gera þeim gott.

Hef engann séð leggja til að Íslendingar verði skotnir hvar sem til þeirra næst fyrir þetta níðingsverk sem við höfum gert þessum drengjum. Eða kristnir menn hvar í heimi sem þeir búa. Það eru samt tillögur sumra bloggara hér til lausnar málinu þarna úti.

Það má enginn skilja orð mín þannig að ég sé að mæla þessu bót, langt í frá. Bara að benda á fordæming og ofbeldi lina ekki þjáningar þeirra sem fyrir þessu verða. Það þarf aukna fræðslu til að breyta þeim hugsunarhætti sem þarna er að baki. Án þess samt að fara að troða vestrænum siðum og venjum uppá þessar þjóðir.


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverja á nú að úthrópa sem rasista?

Nú er fokið í flest skjól hjá þeim sem hafa það eitt til málanna að leggja þegar talað er um innflytjendamál að hrópa rasisti rasisti. Frjálslyndir fengu nú aldeilis á sig stimpilinn hjá heilögum hérn um árið þegar þeir lögðu til að sakavottorð manna væru skoðuð áður en þeir fengju atvinnu eða dvalarleifi hér.

Nú bregður svo við að innflytjendur sjálfir eru farnir að ókska eftir því sama fer nú að vandast málið hjá hinum heilögu hverja á að úthrópa. Nema þeir séu kanski búnir að sjá skynsemina í því og séu hættir að hrópa. Allavega hef ég ekki séð nein rasistahróp í fjölmiðlum út af þessu máli.


mbl.is Hefur ekki gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofið á verðinum.

Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar í 24 stundir í dag um það ástand sem getur skapast þegar innflytjendur frá ólíkum menningar heimum ná ekki að aðlagast menningu og siðum í nýja landinu.

"Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir sjá fleiri fréttir af þessum toga á næstu misserum, sér í lagi ef atvinnuleysi eykst. Þannig hefur það orðið í nágrannalöndunum og þróunin er því miður nákvæmlega sú sama hér, aðeins nokkrum árum á eftir."

Ofangreind tilvitnun er í þessa grein Eiríks en ekki í grein eftir frambjóðanda Frjálslynda flokksins í síðustu kosningum. Þetta segir Eiríkur eftir að hafa minnst á fréttir af árekstrum innfæddra og aðfluttra Íslendinga. Síðan segir Eiríkur:

"Það var í þessum drullupolli sem Frjálslyndi flokkurinn fór að hræra í haustið 2006, þegar flokkurinn kaus að efna til ófriðar við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga."

Hér er ég ekki að átta mig á hvað það er sem Eiríkur myndlíkir við drullupoll. Er hann svo ósmekklegur að meina innflytjendur almennt. Eða er drullupollurinn sú stefna gömlu flokkanna að þora ekki að minnast á innflytjendamál af ótta við að fá á sig slettu úr þessum sama polli. Hans vegna og í ljósi sögunnar er það líklegra enda gengu svoleiðis gusurnar yfir Frjálslynda þegar þeir bentu á það sama og Eiríkur er að benda á í þessari grein sinni. Þá var hrópað rasistar rasistar af þokkalega vel gefnu fólki að maður hélt. Frjálslyndum hefur hér bæst nýr stuðningsmaður, úr óvæntri átt, í þessu máli allavega.

Eiríkur, sem titlar sig stjórnmálfræðing undir þessari grein, virðist hins vegar ekki hafa hlustað á málefnalega umræðu frambjóðenda Frjálslyndra, heldur bara upphrópanir andstæðinga þeirra, ef hann heldur að þeir hafi efnt til ófriðar við innflytjendur í aðdraganda þingkosninganna. Innlytjendur verða nefnilega ekki innflytjendur fyrr en þeir eru fluttir til landsins. Þeir sem hyggjast flytja til landsins eða hafa áhuga á því eru ekki orðnir innflytjendur.

Inntakið hjá Frjálslyndum var að hafa stjórn á innflutningi og takmarka hann en ekki að flytja út aftur þá sem þegar voru komnir. Stefna frjálslyndra bitnaði þanng eingögu á þeim sem ekki voru þegar komnir. Svolítið langt seilst að kalla það að efna til ófriðar. Það verður að vera hægt að gera kröfur til fólks sem ber svona fína titla.

Það var þá þegar orðið flestum ljóst að aðstaða og aðbúnðaður margara innflytjanda var ekki viðunandi og brotið á réttindum þeirra á margan hátt. Meðan ekki var hægt að sinna þeim sem þegar voru komnir á sómasamlegan hátt, íslenskukennslu, aðlögun, skólavist og fl. var lausnin ekki að flytja inn enn fleiri. Verkalýðsfélög voru að hlaupa undir bagga og túlka fyrir þeim réttindi þeirra og skyldur. Grunninn að aðgreiningu og einangrun innflytjenda er málleysið.

Man ég það ekki rétt að ungir sjálfstæðismenn fyrir norðan hafi fyrir nokkuð mörgum árum viljað að menn fengju ekki íslenskan ríkisborgararétt nema hafa farið á íslenskunámskeið. Eitthvað var nú hrópað um rasisma af því tilefni ef ég man rétt.

Það er ekki langt síðan rætt var við fyrsta leikskólastjórann sem er af erlendu bergi brotinn. Hún talaði um að innflytjendum væru allir vegir færir í okkar þjóðfélagi ef menn hefðu málið á valdi sínu.

Það er grundvallaratriði að innflytjendur læri íslensku til að þeir geti aðlagast íslenskri þjóð. Þeir verða að aðlagast íslenskum venjum, hefðum og siðum en ekki öfugt. Báðir (allir) aðilar þurfa hinsvegar að hafa þroska til að bera virðingu fyrir venjum og siðum hinna. Ofbeldi er hinsvegar undir engum kringumstæðum hægt að líða þótt einhverjar siðvenjur kalli á það. Þó landið sé stórt miðað við höfðatölu þá eru allir að ég held sammála um það er bara pláss fyrir eina þjóð.

Það fer ekki hjá því að þó þverpólitísk samstaða hljóti að vera um markmiðið þá geta verið ágreiningsatriði um leiðir að því. Það þarf að fá málefnalega umræðu og þar hafa Frjálslyndir haft frumkvæði. Fyrir vikið hafa þeir mátt þola upphrópanir og formælingar frá ótrúlegasta fólki í hinum stjórnmálaflokkunum. Nú þegar ekki eru kosningar í nánd og vandamálin geta orðið enn meira áberandi, ef atvinnuleysi eykst, verða stjórnmálamenn að setjast niður og finna færa leið að markmiðunum án upphrópana og svigurmæla.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband