Hvernig væri ef Vigdís leysti Ólaf af?

Væri það ekki góð hugmynd, þótt óraunhæf sé, að fá nánast óumdeilt sameiningartákn fyrir þjóðina aftur í þetta embætti.

Það hefur sýnt sig hvað það er óheppilegt þegar umdeildir pólutíkusar eru valdir í stöður sem friður og traust þarf að ríkja um. Vonandi ber þjóðin gæfu til að breyta því í framtíðinni.

Einn liður í þvi væri að kjósandinn gæti kosið einstaklinga af öllum listum sem í framboði væru. Ef menn væru fyllilega sáttir við "sinn flokk" gætu þeir bara sett eitt x við flokkslistann en hinir gætu númerað einstaklingana á öllum listunum.

Það gerði það erfiðara fyrir flokkana að setja "sinn mann" í opinberar stöður þvi hann gæti þess vegna verið með mikinn stuðning frá annara flokka kjósendum, ef svo má orða það.

Svop finnst mér góð þessi hugmynd sem Vilmundur heitinn var að leggja til, að forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu og veldi sér væntanlega faglega ráðherra. Ameríska kerfið eins og sumir kalla það. Það yrði til að breyta aftur alþingi í  löggjafastofnun.

Eins og þetta er núna virkar alþingi eins og "stimildeild" fyrir ríkisstjórnina. Ekki ósvipað og þegar við almúginn erum að senda ýmsa pappíar í þinglýsingu. Ef mikið liggur á getum við beðið um flýtimeðferð þar svipað og ríkistjórnin gerir við alþingi.

Það er ekki einleikið hvað það kemur mikið af gölluðum lögum frá alþingi.


mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri svo sannarlega tilbúin í forsetaskipti. Finnst reyndar að hann ætti að segja af sér

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir með ykkur.

Ólafur Ragnar er langt frá því að vera sameiningartákn, heldur er hann tilefni deilna og sundurlyndis eftir partyið með útrásarvíkingunum.

Einar Örn Einarsson, 2.12.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vigdísi aftur á Bessastaði? Ekki myndi ég tuða yfir því.

Villi Asgeirsson, 2.12.2008 kl. 13:13

4 identicon

Vigdís er sameiningartákn - milli ÓRG og þjóðarinnar hefur myndast gjá

Þorsteinn Gíslason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:43

5 identicon

Mér fyndist nú vænlegra að Davíð Oddsson segði af sér og Geir H. í kjölfarið.

Ósættið um þá tvo er mun meira en um Ólaf Ragnar.

Andrea Ævars (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Landfari

Sjáið þið fyrir ykkur mótmælendurna á Arnarhóli eða við Alþingishúsið standa og hrópa einum rómi: " Við viljum Viggu, við viljum Viggu"

Andrea, Ólafur er ekki síður umdeildur en Davíð og Geir. Það heyrist bara ssvo miklu hærra i þeim sem mótmæla Davíð og Geir enda eru þeir með heilt fjölmiðlaveldi á bak við sig.

Það sem ég hef aldrei skilið í þessu máli öllu er af hverju þú minnist ekkert á fjármáleftirlitið sem hafði það hlutverk að koma í veg fyrir að við lentum í þessari stöðu.

Ég leifi mér að efast um að svona mikil læti væru í kringum Seðlabankannef ekki hefði verið settur þar inn svona umdeildur pólitíkus. Sýnir sig hvað það er vitlaust að velja í svona mikilvægar stöður svona umdeilda menn.

Águst Einarsson sagði nú af sér sem formaður bankaráðs Seðlabankans þegar Steingrímur Hermannson var ráðinn bankastjóri. Hann gerði sér grein fyrir því hvað það gæti kostað.  Það vildi bara til að á meðan hann var þarna komus sem betur fer engar svona stórar krísur uppá. Hann hefð eins getað verið í fríi allan tíma sinn þar.

Landfari, 2.12.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband