Sannur íþróttaandi snýst upp í andhverfu sína

Hér er á ferðinni skipulagsklúður af hálfu fullorðinna sem er látið bitna á börnunum.

Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að taka tillit til skólastarfsins þegar íþróttaviðburðir skólakrakkanna eru skipulagðir. Þegar klúðrið kemur svo í ljós er svo ekki hægt að lifta litlafingri til að reyna að minnka skaðann því í því fælist hugsanlega viðurkenning á mistök hafi verið gerð.

 

Nú þarf stjórn KKÍ að taka á sig rögg og skipta út í þessari mótsnefnd. Hún virðist ekki gera sér grein fyrir að hún er að vinna fyrir og með börnum en ekki fullorðum atvinumönnum.


mbl.is Verður vísað úr Íslandsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að skólinn breytti sínu skipulagi? KKÍ þarf að taka tillit til fleiri en bara Vals við skipulag á mótaskipulaginu.

Gulli (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 09:27

2 identicon

Skólabúðirnar á Reykjum eru starfræktar allan veturinn Gulli og skipulag 7.bekkja um allt land miðar að Reykjaferð þá skólaviku sem hver skóli fær úthlutað. Að færa til Reykjaferð skóla kallar á breytingar hjá öðrum skólum, því oft eru tveir skólar hverju sinni, og svo koll af kolli. Skipulag íþróttafélaga ættu að taka mið af skólanum en ekki öfugt.

En rútuferð úr Reykjavík í Hrútafjörð getur bara verið hvíld fyrir blessuð börnin og svo er fyrsti dagurinn á Reykjum ekki strangur fyrir þau. Það er annað með kostnaðinn, þar ráða að sjálfsögðu foreldrar ferð.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband